Ritver HÍ
      
                                Ritver Háskóla Íslands býður upp á aðstoð við fræðileg skrif fyrir nemendur og starfsfólk frá öllum deildum og sviðum háskólans á bæði íslensku og ensku.
Í Ritveri geta nemendur HÍ pantað viðtalsfund og fengið góð ráð um hvers kyns úrlausnarefni sem tengjast fræðilegum ritgerðum, skýrslum og öðrum skriflegum verkefnum.
Image
              
            Fyrir kennara
      
                                Ritverið býður upp á margs konar stuðning fyrir kennara sem notast við skrifleg verkefni í námskeiðum sínum. Við höfum áður boðið upp á:
- Stutta kynningu á ritverinu
 - Heimildaskráningu í APA og Chicago
 - Uppbyggingu fræðilegra skrifa
 - Veggspjaldakynningu
 - Ritvinnslu í Microsoft Word
 - Leiðbeiningar fyrir kennara við gerð verkefnalýsinga
 - Stuðningur við starfsfólk af erlendum uppruna við gerð kennsluefnis á íslensku
 
Hafðu samband við okkur á ritver@hi.is ef þú vilt kynningu frá okkur eða að við höldum vinnustofu í námskeiðinu þínu. Ef þú hefur áhuga á annars konar kynningu en þeim hér að ofan getum við sérsniðið kynningu fyrir námskeiðið þitt.
Image